þriðjudagur, 26. ágúst 2025


Hugleiðing

Týnum um stund orði og mynd, lítum í gegnum göt hugmyndanna, lag fyrir lag. Hvert lauf ber ljósinu einn og sama vitnisburðinn.

Hér eru hvorki þagnir né tónar, aðeins hreyfing sem tvístrast frammi fyrir þeim sem leggur eyra að rótlausum sandi fyrirbæranna.

Lítum handan máttar og meins, grípum dýpri voðir en eirðarlaust kapphlaup tilgangs og merkingar. Sjáum yfir notagildi og markmið.

Augnablikið er án sundrunar, aðeins stakur þráður vefur hugsun og draum, ljós og reyk. Hver dropi er djúp, hver von er veröldin sjálf.

eXTReMe Tracker