þriðjudagur, 3. júní 2025


Skuggadrengurinn

Ég heyrði skuggadreng flauta undir trénu. Hann sagði ekki neitt, en bað mig um að elta. Tilfinningu? Draum? Ég áttaði mig ekki á því. En mér til furðu sneru spor okkar í hina áttina. 

Við komum niður að ánni. Hann dró úr vasanum: Matt glerbrot, ókunnan lykil, tvo steina. Ekki til að muna eða sakna, heldur gæta. Síðan gekk hann í burtu án þess að hreyfast úr stað.

Ég sneri aftur að húsinu. Sólin hafði hækkað á lofti og tréð reis án skugga. Áður en ég lokaði dyrunum hljómaði kunnuglegt stef í fjarska – og eitthvað sem svaraði, miklu nær.

eXTReMe Tracker