laugardagur, 7. júní 2025


Þau sem sáu mannkynið

Hann birtist stundum í gervi fjalls sem heyrir okkur nema staðar. En oftar geymir áin kaldar hendur sem sverfa grjót úr bökkunum.

Hún dregur mánaljósið inn í herbergin, kastar skýjum yfir augu okkar og vefur hárið djúpt í svefninn. Baðar andlit okkar í auðninni.

Hann leggur brekkurnar yfir öxlina og teymir fossinn eins og nafnlausa skepnu. Mótar hreyfingar okkar úr hrjóstugum klettum.
 
Hún raðar fuglasporum og klaka umsælis iljar okkar. Bindur eyðimörkina í útlínur konu. Skrifar það sem söknuður getur ekki lesið.

Þau mætast sem heimur í öðrum heimi. Þetta er ekki ást, heldur eilífðir sem halda fyrir augun. Samvera þeirra er sundrunin sjálf.

Þó mynda þau líkama. Í okkur anda þau með öllum árstíðum. Dansa eins og liðamót sem lifa alla þessa tónlist í fyrsta sinn.

eXTReMe Tracker