Meira en orð
Þú mætir
orðum mínum.
En titrar brúin
í bili þeirra?
Eftirvænting,
andardráttur.
Ekki tóm –
týnd minning.
Hjólför að hausti,
hulin vatni.
Margt geymir mýrin
undir málsgreinum.
Sjáðu: Dalur, dýpi,
dimmur brunnur.
Taumur, tengsl,
taugin á milli fólks.
Tungan veldur
rödd og rými.
Aldrei duga orð
yfir allar raunir.
En þei – þögnin
mildar og meiðir.
Mætumst því
með tvennu móti:
Orðin segja,
bilin þegja.