Turninn
Áður en ég sofnaði fannst mér ég svífa hægt í kringum viðarturn. Turninn var grafinn niður í gróðurríkan hól, og teygði sig upp til himins.
Hæðirnar voru reistar með tækni og þekkingu, af kynslóðum sem efuðust, vonuðu og trúðu. Ég nam ákafa þrá þeirra eftir hinu mikla og stærra.
Turninn skalf, ég horfði inn. Ég sá átök, blóð. Sagan geymdi einnig sundrung og þrátt fyrir allt geisuðu enn stríð. Ég leit niður.
Ég skildi að það sama og lyftir manninum leiðir hann frá uppruna sínum. Að sá sem leitar endimarkanna getur gleymt jörðinni undir sér.