föstudagur, 16. maí 2025


Talað við tómið

Tómið fær oft á sig illt orð.
Samt hefur það ekkert gert.

Því eru búin dauf klæði
sem anga af uppgjöf.

Enni þess er krýnt
með þögn og skugga.

En tómið er hvorki höfnun
né að hverfa, heldur öndun.

Tómið er óbreytanlegt, eilíft.
Mótvægi endalausra umskipta.

Djúp og yfirborð sameinast
þar sem vatn speglar himin.  

Vera – án þess að skilja, skapa, 
stjórna, sýna, bjarga eða bæta.

Vera. 
Eintóm vera.

eXTReMe Tracker