miðvikudagur, 7. maí 2025


Sjón

Stundum þegar ég leita 
að gleraugunum á morgnana,
finn ég gleraugu dætra minna.

Þó litlu umgjarðirnar passi ekki,
og heimurinn sé enn í móðu, 
sé ég nóg til að finna mínar.

Að sjá heiminn eins og barn
hefur stundum hjálpað mér
að skerpa mína eigin sýn.

eXTReMe Tracker