laugardagur, 10. maí 2025


Refirnir

Ég spurði refina ráða: Hvernig má rata yfir regnvotan móann? Hvað geymir mosinn í myrkustu gjótum?

Skollar svöruðu lægvíst, lágt: „Lykt og skugga. Fótspor, stein og fuglabein. Horn af hrút, hringinn út.

Maðurinn er merkisdýr. En lyngið talar leynimál, ljóð sem enginn skilur. Merking hvílir á minnstu stráum.“

Áður en ég gat meira spurt, skutust refirnir burt. Ég varð hugsi og hljóður. Hvað segja vötn og gróður?

Ég man refanna ráð. Um rödd er hvíslar í kjarri. Um land sem ljósið baðar, og lykil þess að nema staðar.

eXTReMe Tracker