laugardagur, 17. maí 2025


Læknirinn

Þreytan sem leggst
á skoðunarbekkinn
rúmast ekki alltaf
í mæliglösum
eða á myndum.

Nei, ekki skortur
á skömmtum
eða skrefum.

Það sem verður 
eftir á bekknum,
löngu á eftir tímann,
eru útlínur þess 
sem hefur reynt of lengi.

Að halda uppi himni. 
Að grípa ljósið.

Þetta er ekki þreyta sjúkdóms,
heldur þreyta tilveru.

Og hvorki töflur né tangir 
ná því burt sem lífið 
skilur hægt og hljótt
út í merg og bein.

Þeir skuggar 
þurfa ekki meira ljós,
aðeins leyfi til að sjást.

eXTReMe Tracker