Gamla konan og sólin
Enginn býst við því að sólin gleypi gamlar konur – bara sísvona. En þegar henni var rúllað út í bjartan garðinn gerðist eitthvað stórfenglegt.
Hrukkurnar sátu eftir á stéttinni og gigtin lak niður sjóðandi stólbakið. Konan sveif upp í heild sinni og brosti á milli mildustu vindsveipanna.
Þá vorum við ekki börn, heldur hún. Og þau hlupu hlæjandi niður mjókkandi stíga sem enginn man nema skógarnir handan sólarinnar.