þriðjudagur, 20. maí 2025


Fáein orð um hamingju

Sama hve hún barðist í ræktinni varð hún aldrei ánægð. Getur kona tapað líkama sínum? Brosið lá að baki spegilsins.

Sjálfsvirðingin var allt of þung. Ekkert skín án þess að brenna um leið. En þrátt fyrir sviðann tók þrekhjólið aldrei af stað.

Ekki spyrja hví kona fer frá einum hnefa til þess næsta. Hvar hún geymi röddina. Ekki spyrja. Spurningar búa ekki til svör.

Stundum getur hjarta átt erfitt með alla birtuna. Ekki af ótta við ljósið, heldur að fela því aftur litla, nakta stelpu.

eXTReMe Tracker