Bryggjan
Móðirin sagði hana
of viðkvæma.
Að skapið
væri aðeins leið
til að stjórna.
Augnaráð kennara.
Mixtúra með bragði
af moldugum steinum.
En þegar hún
þekkti ekki
eigin fætur,
hljóp stúlkan
niður í fjöru.
Þar vaggaði bryggjan
mjúklega á öldunum.
Stundum hægt,
stundum hratt.
Andardráttur,
hreyfing vöggu.
Hafið sagði
Og stúlkan
Þar vaggaði bryggjan
mjúklega á öldunum.
Stundum hægt,
stundum hratt.
Andardráttur,
hreyfing vöggu.
Hafið sagði
við stúlkuna:
„Ég sé.
„Ég sé.
Ég veit.“
Og stúlkan
fann aftur
óljósa kyrrð.
Kyrrð sem við
áttum öll,
áður en við
fengum andlit
og hendur.
Kyrrð sem við
áttum öll,
áður en við
fengum andlit
og hendur.