sunnudagur, 25. maí 2025


Bóndinn

Bóndinn andvarpaði í vindinn    
og gróf bakverkina í hlíðarnar.    
    
Um jörð hans     
lá gróðri vafin gjá    
sem spurði í stráum    
og svaraði með steinum.    
    
Bóndinn fór 
án þess að koma,
sporin töluðu
á máli þokunnar.
    
Slík þögn     
nemur blóð renna    
og gleypir ótta     
manns og skepnu.    
    
Því sama höndin     
sem gefur mjólk    
þekkir hnífinn.    
    
Að fóðra lambið    
seðjar úlfinn.    
    
Bóndinn skolaði
dauðann í læknum
og lagði þungann
aftur á jörðina.

Hann vissi    
að á þessari jörð     
yrði ekkert heilt    
án þess að brotna.    
    
Og til að birtast náttúrunni    
þyrfti að hverfa úr sjálfum sér.

eXTReMe Tracker