Alla daga sólbirtunnar
Lífið nemur aðeins söngvana sem mótuðu líkamann. Fiskar mynda búr úr tálknum og hreistri, en þögnin sekkur til botns. Handan birtunnar raðar dauðinn skeljum í sandinn.
Við gengum berfætt um brotin sem féllu úr himninum og gáfum þeim nöfn. Í sumum hvíldum við andlitin. Samt logaði eitthvað nafnlaust á náttblómum og eilífðarstjörnum.
Fornir hafskuggar drógu hrygginn úr söltum djúpum. Að opna hjarta er að hleypa ljósgeislum inn í rifjabúrið. Það sem glóir á milli beinanna sekkur aldrei ofan í leirinn.