sýndu mér
sýndu mér
hvar eignafólk
þyrstir ekki í meira
sýndu mér
hvar siðgæðisverðir
gangast við spegilmynd sinni
sýndu mér
hvar keppnisfólk
þráir ekki viðurkenningu
sýndu mér
hvar þau góðgjörnu
geta sett heilbrigð mörk
sýndu mér
hvar slúðurberar
leggja aftur öfundaraugun
sýndu mér
hvar þau lærðu
skilja takmörk þekkingar
sýndu mér
hvar þau sterku
óttast ekki berskjöldun
sýndu mér
hvar útlit og geta
verða ekki til aðgreiningar
þá hefurðu sýnt mér
hvernig maður sér mann
fyrir manninum í sjálfum sér