miðvikudagur, 6. júlí 2016


um fegurðina

að líta fegurð er að bera aftur kennsl á mynstur sem hugurinn þekkir en náttúran hefur fjarlægt úr vitund okkar; sköpun listar snýst öðru fremur að finna og afhjúpa þessi gleymdu mynstur, jafnt í skynjanlegum veruleika og þeim hugmyndum sem hægt er að setja fram

listamaðurinn býr ekki til neitt nýtt í þessum skilningi, heldur raðar aðeins saman einingum í ákveðin mynstur, svo sem orðum, efni, tónum, litum eða hreyfingum, í þeim tilgangi að skynja og tengjast að nýju hinu eilífa, bæði í sjálfum sér og frammi fyrir breytilegum heimi

eXTReMe Tracker