mánudagur, 6. júní 2016


úr fjarlægum glugga

með stjörnur á tungunni
og dulmál fljótsins í höndum
klæða þau eilífðina ljóskerjum
og andvarann glitrandi draumum

hvarvetna rísa vonir yfir slóðinni
og hefjast á loft með himintunglum
frammi fyrir hvikulum bakgrunni skýja
og þögn þess, sem hlustar eftir ljóði þeirra

eXTReMe Tracker