í slóð birtunnar
þegar ég hristi rúmföt dóttur minnar
flaug eitthvað upp af smárri sænginni
þegar mér varð svo loks litið upp sá ég
að agnarlítil og hvít fjöður sveif yfir mér
og virtist staðnæmast þar nokkur augnablik,
og virtist staðnæmast þar nokkur augnablik,
áður en hún leið hljóðlega út í bjart dagsljósið