miðvikudagur, 25. maí 2016


yfir jörðinni

þegar vormáninn gengur hjá spegilsvörtum steinum fljótanna
og hugmyndin um morgundaginn gárast á lygnum djúpunum
fyllast vit okkar af draumum, ljóðum og dökkum söngvum
sem færast yfir tifandi og glitrandi rýmið á bak við ennið
með fegurstu augnablik jarðarinnar í dulu fótmáli sínu
áður en dagrenningin hefur loks hreinsað augu okkar
af síðustu stjörnum og skuggum húmblárrar nætur

eXTReMe Tracker