sunnudagur, 27. mars 2016


minningar úr framtíðinni

á sólskinsdegi, eftir næstu heimsstyrjöld,
munu ógnarstórar höfuðskepnur birtast
og dvelja við rústir hinna föllnu borga

við fótskör þeirra leika dýr og börn á ný
og afhjúpa stærðir og stafi náttúrunnar
undan hinum saklausa skilningi sínum


rétt áður en þessi sýn hverfur loks aftur,
munu öflin sem fyrst lyftu veröldinni
gera öll augnablik sögunnar að einu

en í þeirri birtingu upphafs og endaloka,
mun felast endurtekning lífs og dauða
og ein áleitnasta spurning allra tíma

eXTReMe Tracker