fimmtudagur, 24. mars 2016


hvít jörð

frostmóða læðist yfir ísbleika mýri,
þögul og ígrunduð sýn hennar fumlaus

ljósleiknir gluggar opnast við hvert fótmál,
hrímuð ró þeirra sett brothættum kristöllum

hvarvetna liggja örlitlar frásagnir og fíngerð bréf,
snjóhvít blöð þeirra varðveitt í dökknandi höndum

í köldum leyndardóminum andar ósprungið blómstur,
meðan máninn skapar smávaxnar myndir á nakin öræfin

eXTReMe Tracker