milli nætur og morguns
dimmrauður tónn slær endurtekið í bakgrunni,
þungur og einsleitur markar hann hið nýja svið
framar færast ljós og strengir yfir gagnsætt rýmið,
kveikt af himneskum eldum og íhugun þögullar nætur
í lokin sé ég brýr morguns rísa við sjóndeildarhringinn,
undan gylltum sveigum þeirra falla fyrstu litir jarðarinnar
þungur og einsleitur markar hann hið nýja svið
framar færast ljós og strengir yfir gagnsætt rýmið,
kveikt af himneskum eldum og íhugun þögullar nætur
í lokin sé ég brýr morguns rísa við sjóndeildarhringinn,
undan gylltum sveigum þeirra falla fyrstu litir jarðarinnar