fimmtudagur, 11. febrúar 2016


bréfin í rigningunni

það er skrifað í rigninguna
innan um ljósgeisla og götur
að þessa stund sem þú dvelur
jafnt í híbýlum efnis og hugar
mun vitund þín vakna af sandi
og snerta hin fjarlægu dulu ský
sem enginn hefur enn náð að njörva,
nema með því að yfirgefa allt það sem
veruleikinn hefur skapað í vitund okkar

eXTReMe Tracker