við fótmál skýjanna
í sama mund lýstu gylltir mánar yfir götunum og dauf ljós hreyfðu við lægstu draumunum; þannig tifaði húmið í höndum nætur og reykvaðin ljósbrot svifu yfir dimmum hjörum
nokkrum auglitum síðar risu gráleitir turnar milli skýjanna og óteljandi bjöllur glumdu af hæðum; nær húsinu færðist lágþoka inn um opin hliðin með óm af dulrænum söngvum