þriðjudagur, 21. júlí 2015


eftir lausmæli stundanna

hér er fyrsti tónninn sem ómaði um rými stundanna,
djúpur og víður fyllir hann glufurnar á botni himins

hér er lýsandi vindurinn sem snerti við efni heimsins
og mótaði jarðnesk hljóðfærin í höndum þess eilífa

af hafi hefur gamalt tákn horfið yfir sjóndeildarhring,
eftir situr vitneskja um leit og frelsið í andvaranum

eXTReMe Tracker