þriðjudagur, 21. júlí 2015


hin orðlausa frásögn

þegar þú hefur næði til, rannsakaðu aftur þögnina í hinum náttúrulegu birtingum, líkt og fyrir margt löngu; sumar minna á bjart stef úr leikandi tónlist, á eilífri ferð yfir sögulegar breytingar

hvernig gangur framrásar hreyfir við setningum umhverfis atburðina, eins og nokkur smábrot hafi afmarkast inn við samfellur tímarúmsins, fólgin bak við dagleg hlutkesti og stundlegar ummyndanir;

í flóði blæbrigða og lita skína nokkrir geislar í gegn, eins og skýjahula færð til bókar, meðan fortíðin heldur áfram að sofna undir vitund okkar, frammi fyrir óendanleika alls sem rennur áfram

eXTReMe Tracker