fimmtudagur, 2. apríl 2015


yfir staðlausum farvegum

aftan við hreyfingu stundanna hvílir eilíf frumgerð; ég sá hana eitt sinn sveima yfir björtum degi í ógreinilegum hringferlum sem gufuðu síðan upp í óma himinsins

undir skýjuðum hvolfunum skildi hún eftir sig slóð leitandi tákna, sem rann fyrir botni augnabliksins eftir staðlausum farvegum, yfir hljóðum sendiboðum atvikanna

eXTReMe Tracker