miðvikudagur, 1. apríl 2015


framburðurinn

óendanleiki rakst í frumsvið og vatt rúmið loftþráðum af lausmæltum spuna, svo hrímuð flatneskjan brotnaði í hreyfingar talna og teikna

í sundurleitum vitnisburðinum svifu atburðir og yfirlýsingar fyrir vaknandi grun dómstóla, við athuganir þeirra á aðdraganda málsins

sakborningurinn reis þá upp af undirlagi sínu, seig undir yfirborðið og skaust upp með haldbær sönnunargögn út fyrir lagabálka náttúrunnar

eXTReMe Tracker