fimmtudagur, 19. mars 2015


af eldi ljósberans

það sáust stundum svífandi ljósflygsur í garðinum; eina nóttina hélt ég að ég hefði handsamað örsmáa eldflugu þar, fannst ég jafnvel finna vængjaslátt innan í lófunum, en þegar ég opnaði litla rifu milli þeirra til að virða hana betur fyrir mér fann ég hvorki fót né fálmara

síðan rölti ég aftur inn í húsið meðan lágþokan brá glærum hjúp yfir skyggðan trjáviðinn og máninn kastaði hvítum lyklum yfir lygnan vatnsflötinn; þannig uppgötvaði ég að merking ljóða á margt sameiginlegt með frjálsu vindmálinu undan ljósberum næturinnar

eXTReMe Tracker