tilraun með form
þessi texti er í raun myndband; í því sjást nokkrir ljósastaurar við auðar götur að kvöldlagi, en óvíst er með nákvæmari staðsetningu, það er líka ofankoma, annaðhvort rigning eða snjór
perur ljósastauranna virðast við það að klárast, föl birtan undan þeim er farin að flökta, eins og andartaksmyndir yfir gangstéttum og malbiki, draumkennd, nálæg og fjarlæg bæði í senn
rétt áður en það sýnist ætla að slokkna á einhverjum ljósastauranna hefst myndskeiðið á nýjan leik, og er spilað aftur og aftur, alveg eins, meðan þessi lýsing endist í huga lesandans
perur ljósastauranna virðast við það að klárast, föl birtan undan þeim er farin að flökta, eins og andartaksmyndir yfir gangstéttum og malbiki, draumkennd, nálæg og fjarlæg bæði í senn
rétt áður en það sýnist ætla að slokkna á einhverjum ljósastauranna hefst myndskeiðið á nýjan leik, og er spilað aftur og aftur, alveg eins, meðan þessi lýsing endist í huga lesandans