laugardagur, 21. mars 2015


skjaldarmerki borgarinnar

það er einhver dulur friður yfir steintröppum í rigningu;
hvernig fallandi droparnir lenda á kyrrstæðum þrepunum
og mynda agnarlítil mynstur upp úr gljáandi vatnsformum

þeir lifna í fjörugum dansi yfir köldum gráma undirlags síns
og flæða niður, syllu eftir syllu, að fótmáli gangstéttarinnar,
eins og hinir fegurstu draumar sem hjörtun ala á vegferð sinni

eXTReMe Tracker