fimmtudagur, 12. mars 2015


mynstrin í ræsinu

þegar haustlaufin þekja holræsi borgarinnar
svo straumur vatnsins flæðir niður götur hennar

þá slá litlar klukkur, hreinsaðar í höndum regnsins
og litirnir gárast er himinninn lyftir gráum hjálmum

þá eru spurnir ekki spurnir og hús mitt ekki leit að orðum
heldur hreyfing skýja á vatnsfylltum sprungum jarðarinnar

þá er andi minn frjáls, upp frá endurvarpi sínu af veruleikanum

eXTReMe Tracker