miðvikudagur, 18. mars 2015


litmynd úr austri

með gervi sólarinnar á höfðinu og skógarpíplu í munnvikinu gekk hún fyrirhafnarlaust upp rökkvuð hliðarstrætin, og dustaði út undan sér ryk af fornum steintöflum með hlýjum og gulnandi þulum

ljósbleik skýjamynd endurkastaðist af löngum gluggunum þegar hún hvarf svo inn í litla íbúð sína, og hljóð élvinda buldi á þykkum útidyrunum en nokkrir snjómánar urðu eftir í tröppunum

himinninn brosti bara að þessu uppátæki hennar og hvarf sjálfur í sama draumreyk og hvert kvöld, og sagði þakklátur út í kólnandi loftið þegar enginn heyrði til: takk, þetta var einmitt það sem ég þurfti

eXTReMe Tracker