laugardagur, 7. mars 2015


um leiklistina

hver er leikarinn annar en sá sem setur grímuna upp
og ljáir henni um stund líkama sinn og leitandi augu

hvað er leikurinn annað en lifandi sögn á lýstu sviði
og hinn dauði sem gengur þar aftur kvöld eftir kvöld

hvað er leiksvið annað en umhverfi í ljóstíru og reyk
fyrir myrkvuðum sal af dómurum og rýnandi skuggum

eXTReMe Tracker