fyrirmæli
þegar þú kemur til borgarinnar, mun sá sem gætir hliðanna æskja ferðabréfs af hendi; afhentu þá hin fjögur merki: skóg, haf, jörð, himin
við það opnar hann fyrir þér iðandi mynstur götunnar; en næst þegar rigningin speglar ljósin yfir votum strætum á hljóðri nótt, finndu þá hinn bláa lykil
því á síðustu bréfunum stendur að við fall borgarmúranna muni það sem hreyfir við öldum reisa brýr upp af rústum þeirra úr laufum, salti, sandi og skýjum