mánudagur, 16. mars 2015


fuglarnir á þakinu

þú sérð
þá ekki héðan

en yfir þessu
hvíta völundarhúsi

flögra fuglar rétt í þessu,
með fyrstu sprekin í goggum

á þakinu verða hreiður þeirra
og fluglimir bak við föla kalkskurn

eXTReMe Tracker