lesmál götunnar
maðurinn sagði bókina ófáanlega og að ekki stæði til að prenta út fleiri eintök af henni, svo ég sneri tómhentur úr versluninni
úti í portinu heima lá lítill pappírsbátur sem barnið í næsta húsi hafði eflaust skilið eftir og flaut ofan á stækkandi pollunum
himinninn var gráleitur og kastaði undarlegri birtu þarna niður sem lýsti upp snjáða húsveggi og dyr allt í kringum rýmið
ég tók bátinn upp og virti fyrir mér blautt letrið á bakborðanum - og sá þá að hann var brotinn upp úr handriti bókarinnar
úti í portinu heima lá lítill pappírsbátur sem barnið í næsta húsi hafði eflaust skilið eftir og flaut ofan á stækkandi pollunum
himinninn var gráleitur og kastaði undarlegri birtu þarna niður sem lýsti upp snjáða húsveggi og dyr allt í kringum rýmið
ég tók bátinn upp og virti fyrir mér blautt letrið á bakborðanum - og sá þá að hann var brotinn upp úr handriti bókarinnar