andlit náttúrunnar
ég hef séð þau áður, ekki á ósvipuðum stað og þessum; þau vöknuðu morgun einn upp af miðbiki breiðstrætanna eins og nafnlausir fuglar, svifu yfir leikmynd borgarinnar á undrandi vængjum og sáu þaðan vonirnar opnast og lokast í senn
en ofan af turnunum fundu þau andvarann bera kennsl á eirðarlaust hjarta, meðan regnmynd féll inn um opna glugga; þá varð andartakið að ljósmáli á bláum striga en tíminn álútur leiðsögumaður um öræfin sem enginn hefur sigrað nema þögn og vindur
en ofan af turnunum fundu þau andvarann bera kennsl á eirðarlaust hjarta, meðan regnmynd féll inn um opna glugga; þá varð andartakið að ljósmáli á bláum striga en tíminn álútur leiðsögumaður um öræfin sem enginn hefur sigrað nema þögn og vindur