saga úr vetrarbraut
einhvern tímann mun ég stíga inn á hið mikla safn,
draga á mitt gólfið hryggjarlið úr útdauðri sjávareðlu,
festa ofan á hann brotinn áttavita síðan á landnámsöld
og sigla svo fram hjá líkneskjum fornra guða og grafhýsa
uns ég brýst í gegnum sýningargler fyrstu tunglferðarinnar
draga á mitt gólfið hryggjarlið úr útdauðri sjávareðlu,
festa ofan á hann brotinn áttavita síðan á landnámsöld
og sigla svo fram hjá líkneskjum fornra guða og grafhýsa
uns ég brýst í gegnum sýningargler fyrstu tunglferðarinnar
í fallandi geimrykið mun ég að síðustu skrifa
nafn mannsins með báðum lófum og tíu fingrum
nafn mannsins með báðum lófum og tíu fingrum
þá mun fólk loks skilja hvað milljarða ára ferðalag
getur afhjúpað um vitnisburð fyrsta andartaksins