sunnudagur, 15. febrúar 2015


úr botnlausu hljóðfæri

á bak við hvít rif stjarna
og bringubein úr mánarönd
hvíldi hjartastaður næturinnar
og þúsund óendanlega litlar eilífðir
hreyfðust í hreistruðu gliti á hvarmi sjávar;
þar missti konungurinn krúnu sína í sökkvandi djúp
og halastjarna úr orðum afhjúpaði dulargervi skóganna;
í sama mund féll regnvatn á hörund jarðar, ilmandi og hreina

eXTReMe Tracker