uppdráttur að korti
við tekur hálfgreinilegur slóði gegnum skógana,
gakktu inn um laufsúlur hans og lifandi dulmálið;
enn lengra, bak við myndir trjánna og græn merki,
muntu koma síðla kvölds að reykstignum líkneskjum
er gnæfa upp úr hringlaga svæði á gróðurlausum stað;
þar rís glæst hof sem sagt er frá í draumum og goðsögnum,
skreytt gylltum loftmyndum og bjarma af bláum safírsteinum;
inni í sölum þess ómar brotinn sálmur upp úr hvítu myrkri stjarna
gakktu inn um laufsúlur hans og lifandi dulmálið;
enn lengra, bak við myndir trjánna og græn merki,
muntu koma síðla kvölds að reykstignum líkneskjum
er gnæfa upp úr hringlaga svæði á gróðurlausum stað;
þar rís glæst hof sem sagt er frá í draumum og goðsögnum,
skreytt gylltum loftmyndum og bjarma af bláum safírsteinum;
inni í sölum þess ómar brotinn sálmur upp úr hvítu myrkri stjarna