föstudagur, 20. febrúar 2015


spádómurinn

efst í tilbrigðunum, þar sem rökkvaðir ljósturnar geyma voldug tákn himins og mátt sjávaraflanna, mun sú sem heldur á stjörnum standa í uppreiddum dyrum næturinnar

þá mun hún ljóstra upp óþekktu nafni sínu í mánalýsta glugga og svipta hulinni af staðnum þar sem hlæjandi börn misstu bók skýjanna í vatnið

leitaðu því næst að öldruðum manni á heimleið sem gengur hjá grænum eldum og hlustar á fyrstu söngva jarðarinnar, hann mun benda þér á sjö bráðnandi stíga í vorleysingum

eXTReMe Tracker