föstudagur, 13. febrúar 2015


óskýrar frásagnir

þú heyrir þá hallandi stef
undir dulri hreyfingu skýja,
þegar dagarnir endurnýja sig
og breyta lifandi híbýlum sínum
í brotnandi mynd vaknandi morgna
og glóandi merkisberar þeirra á jörðinni
rísa yfir iðagrænum uppsprettum veraldar
við sífellda umröðun hinna náttúrulegu tákna

eXTReMe Tracker