föstudagur, 6. febrúar 2015


leiðarvísir

þegar þú kemur síðan að ströndinni
gakktu hjá rauðleitum táknum klettanna
þar sem þytur loftsins geymir undirleik sjávar
og öldurnar hafa hulið slóð augnabliksins í sandinum;
handan þeirra finnurðu hulinn innganginn að húsi jarðarinnar

eXTReMe Tracker