föstudagur, 6. febrúar 2015


hurðin, hljóðfærin og skipið

ég hef aldrei gengið inn um dyr sannleikans;
ég hef aðeins lappað upp á hjarirnar
og málað hurðina spurningum

ég hef aldrei leikið á hljóðfæri óendanleikans;
ég hef aðeins snert varlega umgjörð þeirra
og komið rödd minni fyrir í klæðningunni

ég hef aldrei siglt skipi eilífðar;
ég hef aðeins séð kjöl lagðan í mót þess
og fundið salt brimið drjúpa af landfestunum

eXTReMe Tracker