þriðjudagur, 23. desember 2014


litir jarðar

það er orðið langt síðan ég stóð við mýrarbrunnana síðast og horfði á hvikula spegilmynd himins á botni þeirra færast yfir hljótt dýpið, eins og hugur rótlausrar veru á leið hjá veröld okkar

dagar hafa færst yfir jörðu af hreyfingu sólar; regn þeirra og öldur höggvið út myndir í steina hennar, hvert sumar fært ávexti í laufgandi hendur skóganna, einræður mánans liðið um dökk loftin af bókfellum næturinnar

hér voru eitt sinn rituð orð - elstu stafirnir hafa máðst af mánuðum og farvegum andartaksins - ólæsilegar menjar þeirra bíða í efni andrúmsloftsins og yfirborði jarðar, nú huldar mér, eins og endurtekin skilaboð aðeins ætluð þeim sem hafa ekki snert veröldina enn

eXTReMe Tracker