mánudagur, 20. október 2014


til hvítra skýja

þar sem vindurinn nemur staðar 
undir björtu minni tunglsljóssins,
rann stígur sem ég þekkti eitt sinn

annar lá eftir fögrum morgni
eins og hreyfing reyks í vorgusti,
fylltur táknum upphafslausra mynda

sá þriðji lifir enn -
merktur hausti, merktur nótt,
djúpt í dökku blóði þíns unga hjarta

eXTReMe Tracker