miðvikudagur, 29. desember 2010


týndu vitringarnir

loks fundu þau hina týndu vitringa og spurðu þá, hver leyndardómur jarðarinnar væri; einn þeirra leit upp og svaraði:

það er enginn leyndardómur; allt er gefið, en skilningarvit manna nema aðeins fjarlægð og yfirborð náttúrunnar, leiksvið sagna og drauma grafið í rúm og tíma, hannað fyrir hringrás lífs og tilvist líkama

að sjá er því að blindast, að fæðast er að deyja á öðrum stað; það er enginn leyndardómur, dýpsti skilningurinn kemur innan frá, aftan hugsunar og breytinga, því fyrir hinu eilífa eru svörin án spurnar og sannleikurinn án leitar

eXTReMe Tracker