þriðjudagur, 6. nóvember 2012


raddir trommunnar

hér voru ætluð orð
en orðin urðu fyrr að tónum
og tónarnir krýndu hljóðfall bak við vindinn

í röddum þessarar trommu voru slegin form
og formin vöktu forn öfl úr viðjum jarðar
sem drógu upp ævir og árstíðir manna

og táknin runnu á hjóli tímans
svo myndir og merki spunnu net
sem fangaði um stund atvik lífsins

en þegar húmið snerti andlit mánans
var sem hvíslað væri í lauf og greinar
dulinn spádóm sem greyptist inn í fræin

eXTReMe Tracker