af hverjum degi
rauðar dyr að morgni eða afhjúpun nýrrar stundar eins og ómæld uppskera eða allar hafsins anemónur eða örsmá veröld í hverjum regndropa eða vortré full af söngvum
andartakið sem bíður eins og rísandi sól eða spádómur úr austri eða vonin í skauti verðandi móður eða hin óstöðvandi endurnýjun og frumspretta allrar tilveru
andartakið sem bíður eins og rísandi sól eða spádómur úr austri eða vonin í skauti verðandi móður eða hin óstöðvandi endurnýjun og frumspretta allrar tilveru